Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Finnbogastaði í Trjekyllisvík
Milli Finnbogastaða og Árness ræður Árnessá til sjávar en rekamark við sjó er eptir
samkomulagi við milli prestins í Arnesi og umboðsmanns Þjóðeignarinnar
Finnbogastaðar,
með því árósinn eigi jafnan rennur í sjó á sama stað, þar í fjörunni, er Árker ber í Kört.
Milli Finnbogastaða og Bæjar ræður merkjum lækur
frá því hann rennur í Árnesá og þar
til hann endar, úr upptökum lækjar þessa ræður sjónhending í steina upp undir fjallinu og
verður þar sett merkja varða.
Milli Finnbogastaða og Stóru-Ávíkur eru merki frá sjó úr svo nefndum Helli og þaðan
sjónhending til fjalls á ytri endan á svo kallaðri Breiðhyllu
Bæ við Hrútafjörð 31. des. 1889
S.E. Sverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða
Eyjólfur Jónsson, prestur í Árnesi.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlím. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 86. Vitnar
S.E. Sverrisson