Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Naustvík í Árneshreppi
Milli Naustvíkur og Kjörvogs ræður merkjum Sætrakleif og úr henni bein stefna til sjávar,
svo frá nefndri, Kleif ræður fjallgarður, sem liggur upp í Sætrafjall.
Milli Naustvíkur og Reykjafjarðar er landamerki klettur við sjó svonefndur Mörhaus
og úr honum sjónhending beint upptil fjalla.
Bæ við Hrútafjörð 31. des. 1889
S.E Sverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Arnesi 2. júlímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 84. Vitnar
S.E. Sverrisson