Uppskrift
Skrá ítök Tröllatungu kirkju
1 Á Hrófá í Hrófbergshrepp: ¼ í skógarlandi og 1/8 úr hvalreka og eggjaveri
2 Á Heiðarblæ 1/8 úr hvalreka
3 Á Heydalsá 1/5 ur hvalreka
4 Á Smáhömrum 1/12 úr hvalreka milli Kúrhafnar og Skónálagils og reka allan milli
Fauskalækjar og Skónálagils = (Hólslækjar)
5. Í Þorpum ½ viðarreka milli Skónálagils = (Hólslækjar) og Hjallaness = (Hafnarness) og
1/12 úr hvalreka milli Skónálagils og Grindar
6. Á Hvalsá 1/3 úr hvalreka. Ítökin 2-6 eru í Kirkjubólshreppi
7. Í Bæ á Selströnd. Reki allur á Kóngustöðum
8 Á Brúará ¼ úr öllum reka
9 Í Kolbeinsvík og Kaldbak 1/6 úr hvalreka milli Kolbeinsáróss og Kaldbaksóss. (Ítökin 7-9
eru í Kaldrananeshr.)
10 Í Byrgisvík 1/9 úr hvalreka
11. Á Gjögri 1/6 úr öllum reka og ¼ allra fjörunytja á Rifskerjum um og í
Akurvík, sem að
mestu er í Reykjaneslandi
Felli 20. júní 1890
Arnór Árnason
Framanskrifuð ítök samþykkja:
Í umboði Hrófáreigenda Jón Ívarsson
Í umboði 3/5 af Þorpum G. Bárðarson
Í umboði Hvalsár G. Bárðarson
Í umboði 2/5 af Þorpum J. Guðmundsson
Vegna Heiðabæjar Hjálmar Jónsson
Eigandi Heydalsár Ragnheiður Einarsdóttir
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti
1. Að Kirkjubóli 25. júnímán. 1890.
2. Að Hrófbergi 26. júnímán. s.á.
3. Að Kaldrananesi 28. júnímán. s.á.
Hreppstjóri Eymundur Guðbrandsson í Bæ óskaði þess getið, að hann ekki vildi að
svo stöddu viðurkenna reka ítak, það sem talið er í skránni á Kóngustöðum, þar eð honum
væri ókunnugt um landamerki fyrir Kóngustaðalandi. –
4. Að Árnesi, 2. júlímán. s.á.
Síðan er skrá þessi rituð inn í landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 76.
Vitnar S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur 3 kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er þrjár krónur, tuttugu og fimm aurar
SESverrisson