Landamerkjaskrá fyrir umboðsjörðinni Bjarnanesi í Kaldrananeshrepp

Nr. 71,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir umboðsjörðinni Bjarnanesi í Kaldrananeshrepp: 
Milli Bjarnanes og Bæja ræður Göngustaða á merkjum frá sjó upp í leirtjörn norður á hálsi. 
Milli Bjarnarnes og Kaldrananes eru merki úr norðari læknum í Hörsvík og í enda 
klettabeltissins, sem liggur fyrir ofan Þorláksvík, og eptir því norður á Hólsgötur í brúnar- 
kletta-endan og frameptir Brúnarklettunum í Bæjarskarð og eptir Kirkjuvegi í ytri hallanum á 
skaðinu í leirtjarnarendann fremri. 
Bæ, við Hrútafjörð 31. október 1889 
S.E Sverrisson umboðsmaður Strandasýslu jarða 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 28. júnímán: 1890 og rituð inn í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 71. 
Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Kort