Uppskrift
Landamerkjaskrá umboðsjarðarinnar Reykjavíkur í Kaldrananeshreppi
Milli Reykjavíkur og Brúarár ræður landamerkjum svokölluð Brúará frá upptökum til sjávar.
Milli Reykjavíkur og Ásmundarness ræður landamerkjum svokölluð Deildará, eins og hún
rennur frá upptökum til sjávar.
Bæ við Hrútafjörð 31. október 1889
S.E. Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 28. júnímán. 1890 og rituð inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 70.
Vitnar
S.E. Sverrisson