Uppskrift
Landamerkjaskrá jarðarinnar Eyja í Kaldrananeshreppi.
Milli Eyja og Kleifa úr Slitrunefi í Kaldbakshorn, þaðan fram brúnina eins og vötnum hallar.
Milli Eyja og Asparvíkur ræður Fossá frá sjó uppundir Asparvíkurdal svo fram hjallarandir
fram í dalbotn síðan ræður Fossá merkjum.
Að Kaldrananesi 28. júní 1890
S.E Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða.
Í umboði eiganda Kleifa E. Guðbrandsson.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 28. júnímán. 1890 og rituð inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 69.
Vitnar
S.E. Sverrisson