Uppskrift
Skrá yfir landamerki Þiðriksvalla í Hrófbergshreppi
Á leið til sjóar í austnorður frá bænum Þiðriksvöllum er vatn, sem heitið Þiðriksvallavatn, úr
austurhorni þess rennur á, sem heitir Þverá ofaní Húsadalsá, og greinir hún að austanverðu
Þiðriksvallaland frá Skeljavíkurlandi, þá greinir Húsadalsá frá því að Þverá rennur í hana og
það suður á hraun.
Þiðriksvallaland að sunnanverðu frá Víðirdalsárlandi.
Að austnorðan og útnorðanverðu greinir áður nefnt vatn land jarðarinnar Þiðriksvalla frá
Skeljavíkur og Vatnhornslandi, og ennfremur á milli Vatnshorns: frá vatninu að vestanverðu
greinir nú sjónhending, sem miðast frá vörðu syðst á Smiðhúsaborgarhöfðinu að vörðu, sem
hlaðin er við ána í Bæjarflóanum. Þaðan greinir sjónhending eptir þremur vörðum fram
dalinn að Grímseyrunum svo áin að Grímsgili og svo Grímsgil suður á hraun eins langt og
vötnum hallar þar norður af fjallgarðinum.
Sem eigendur jarðarinnar Þiðriksvalla
Grímur Benediktsson Jón Guðmundsson Jón Einarsson
Vegna Skeljavíkur R.P. Riis. Gísli Jónsson á Víðirdalsá.
Vegna Vatnshorns Magnús Magnússon Magnús Guðmundsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 26. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 68 Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson
Kaldrananesþinghá