Uppskrift
Skrá um landamerki Vatnshorns.
Milli Þiðriksvalla greinir lönd Þiðriksvallavatn, frá vatninu að vestanverðu ræður
sjónhending, sem miðast frá vörðu syðst á Smiðhúsaborgarhöfðinu, að vörðu, sem hlaðin er
við ána í Bæjarflóanum, þaðan sjónhending eptir þremur vörðum fram dalinn að
Grímseyrunum svo áin að Grímsgili og svo Grímsgil suður á hraun, eins langt og vötnum
hallar þar norður af fjallgarðinum
Milli Skeljavíkur: Teigsvatn og Teigsgil að Þiðriksvallavatni
Milli Kálfaness: Frá Stokknum við Ósá eptir brún Stokkshæðarinnar í tjörn efst í
Breiðaskarði og úr þeirri tjörn eins og vörður vísa fyrir norðan Kistulægðir og Engjavötn og
suður eptir hrygg milli Engjavatna og Hvolfá í Teigsvatn.
Milli Óss: Að Ósá við Stokkinn og eins og sú á ræður suður á fjallgarð þar sem hún hefur
upptök.
Magnús Magnússon, Halldór Einarsson, ábúendur á Vatnshorni.
Finnur Jónsson (vegna Kálfaness) Magnús Guðmundsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 26. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 67. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson