Landamerkjaskrá Samkvæmt lögfestu skjali dags. 6. maí 1675, Jóns Björnssonar fyrir

Nr. 66,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá Samkvæmt lögfestu skjali dags. 6. maí 1675, Jóns Björnssonar fyrir 
Hrófbergi innan til tekinna landamerkja. 
1. eru landamerki milli Hrófbergs og Staðarkirkju eignar: frá Vatnadalsá eptir háhrygg 
Þverholtanna að hærra Merkissteini, þaðan er bein sjónhending að neðri Merkis-steini. 
Skammt frá þeim steini kemur sá lækur, er Kúgildislækur hefur kallaður verið og er hann 
þessara landa á milli merki af fjalli ofan til láglendis, þaðan er sjónhending yfir þverar 
eyrarnar í Staðará í Þann forna farveg. þaðan er sjónhending við lækjartún og síðan ræður 
hann ofan hjá Stakkanesi fram í sjó milli meginlands og reiðarsteins. 
2. Milli Hrófbergs og Fitja eru landamerki frá frá Þverholtum, Vatnadalsá, Fitjavatn, 
Hríminn, Hrófbergsvatn og Grjótá að Þvergljúfralá, þaðan skilur Grjótá lönd mill Óss og 
Hrófbergs til sjóar eptir hinum forna farveg utan til við skerið. 
Hrófbergi 9. marz 1890. 
M. Magnússon ábúandi í umboði Jóns Jörundssonar (umráðanda) 
Að farið sje eptir lögfestu þeirri, sem Jón Björnsson gerði fyrir Hrófbergslandi um 
landamerki milli Hrófbergslands og Staðarkirkju eigna er eg með öllu samþykkur 
9/4 Ísl. Einarsson. 
Árni Jónsson (samþykkur) 
Ásgeir Snæbjörnsson 
Þórarinn Hallvarðsson 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 26. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 66 Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.E Sverrisson 
Kort