Landamerkjaskrá yfir eignir Staðarkirkju við Steingrímsfjörð

Nr. 65,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá yfir eignir Staðarkirkju við Steingrímsfjörð 
Staðarkirkja við Steingrímsfjörð á Selárdal og Hvannadal, Ljótárdal allan (Stáðardal) ásamt 
Hóla-Sunddal og Fannansdal Norðdal, Staðar-Sunddal og Aratungudal að þessum 
ummerkjum. 
1. Bólstaðarmeginn ræður landamerkjum Kópstaðagil ofan frá Selá og á fjall upp, þangað 
sem vötn greina að norðanverðu 
2 Hrófbergsmegin ræður landamerkjum: úr Vatnadalsá eptir svonefndum heybandsgötum, 
nokkuð fyrir vestan Tjaldhól, sjónhending á svonefndan Stórastein, úr Stórasteini í annan 
stein nær byggð, en þaðan skammt kemur sá lækur, sem Kúgildislækur hefur kallaður verið 
og er hann landamerki af fjalli ofan til reiðgatna, þaðan er sjónhending yfir þverar eyrarnar í 
Staðará, í hinn forna farveg og síðan ræður hann ofan hjá Stakkanesi, fram í sjó, í svonefndan 
„Reiðarstein“ (eins og hann lá áður en hann fluttist úr stað fyrir nokkrum árum. – 
Vatnadalsá ræður landamerkjum að sunnan, þaðan sem hún rennur 
úr lækjum og 
tjörnum þá ræður sjónhending sunnanvert við Álptahnjúka í Þriðjungárvaðið á 
Kollabúðarheiði, og síðan suður eptir veginum og eru þetta landamerki milli Óslands og 
Kirkjubóls í Staðardal. – 
Í þessari landareign eru þessar jarðir byggðar: 
1. Gilstaðir, eptir jarðamati 1861 6,2hndr 
2 Geirmundarstaðir 5,6hndr 
3 Grænanes 9,3hndr 
4 Staður með hjáleigum; Aratungu og Kleppsstöðum 28,1hndr 
5 Hólar 7,0hndr 
6 Kirkjuból 10,7hndr 
7 Víðivellir 5,6hndr 
Og ennfremur eyðijarðirnar Kolbjarnarstaðir og Hofstaðir, sem báðar eru í heimalandi. 
Ennfremur á Staðarkirkja í Kaldrananeshreppi jarðirnar: 
1. Sandnes (í Sandneslandi eigna máldagarnir Reykhólakirkja „reka og renninga“ að 
helmingi) dýrleiki 8,4hndr 
2. Drangsnes 7,0hndr 
3 Ásmundarnes 15,5hndr 
ásamt Oddsey og Þórðarey með Selsker, Klökkum og Dímon, sem þar liggja í kring 
4 Brúará 1,4hndr 
5. Asparvík 4,2hndr 
þessar jarðir lögfesti prófastur Jón Sveinsson 24. apr. 1788 og ljet þinglýsa að 
Kaldrananesi s.d. og enn fremur 22. apríl 1793. 
Landamerki þessara jarða eru: 
1 Sandnes að innanverðu: lækur eða lækjarskurður utan til við Kleifar (Hólma kleifana), bein 
stefna úr honum í holt, er nefnist Kolavarða og þaðan beint upp á háls í Örlogstaðalæk (sem 
rennur utan til við Langahraun) og þaðan beint í norður í Ögmundarvatn. Að utanverðu í 
Kollsá frá fjalli til fjöru. Frá Haugsvatni ræður merkjum holtrönd Sandnes megin við 

Haugsvatns flóa norður á Grjóthólma vatnsenda norðari og þaðan sjónhending í vörðu á 
norðari enda Sogshryggs, þaðan í stóran stein á norðari Steinshæðarenda og í vörðu á 
Hásteinshæðum, og svo þaðan sem vörður vísa í norðari enda á Langahrauni og eru þetta 
landamerki að norðanverðu eptir endilöngum hálsinum. 
2. Drangsnes: Lækur sá sem fellur frá fjalli og svo kölluðum Gollurshnúk til sjávar og 
almennt er kallaður landamerkjalækur, en að norðanverðu í svokallað Miðaptanshögg og læk 
þann, sem þar 
undan rennur til sjávar. 
3. Ásmundarnes: að framanverðu Hallardalsá eptir því, sem hún að forngildu runnið hefur frá 
fjalli í Bjarnafjarðará en að norðanverðu í svokallaða Deild. 
4. Brúará: að innanverðu Brúará frá fjalli til fjöru sjávar 
5. Asparvík: er á land að Fossá og Asparvíkurdal beggja megin árinnar til 
Asparvíkurdalshöggs norðan fossinn. 
Á Reykjanesi í Árneshreppi á Staðarkirkja allan hálfan hvalreka og viðarreka. 
í júní 1866 
Ísl. Einarsson 
Samþykkir: 
Einar Einarsson (eigandi Bólstaðar og Skarðs) 
Eymundur Guðbrandsson (umraðamaður Bæjar) 
Ingim. Guðmundsson (umráðamaður Hellu) 
Þorsteinn Guðbrandsson (meðeigandi Kaldrananes) 
Magnús Kristjánsson meðeigandi Óslands 
Þórarinn Hallvarðsson ábúandi á Ósi 
Stephán Stephánsson eigari ½ Hrófbergs 
Loptur Bjarnason (meðeigandi í Bassastöðum) 
Þorsteinn Guðbrandsson (umráðamaður ekkjunnar á Klúku) 
Að farið sje eptir lögfestu þeirri, sem Jón Björnsson gjörði fyrir Hrófbergslandi um 
landamerki milli Hrófbergslands og Staðarkirkju eigna er eg með öllu samþykkur 
9/4 90 Magnús Magnússon 
Þannig hefur mjer verið skýrt frá landamerkjum sem farið hefur verið eptir milli 
kirkjujarðanna (hjál.) 
í Staðar (Ljótar-) og Selárdal. 
1. Milli Gilstaða og Geirmundarstaða: Landamerkjagil hinumegin Selár: Heiðargötugil. 
2. Geirmundarstaða og Grænanes: Klettasnös framarlega á Múlanum. 
3 Milli Grænanes og Staðar: Landamerkjalækur í Grásteinsengi 
4. Milli Staðar og Hóla: Þverá 
5. Milli Hóla og Kirkjubóls: Ljáhryggur og þaðan beint í Hólatagl og eptir því miðju í 
Kálfafell og úr Kálfafelli í Hólasandsdals 
vatn hinumegin Staðará: Heiðargötugil 
6. Milli Kirkjubóls og Kleppstaða: Landamerkjalækur fyrir framan Horngil hinumegin 
Staðarár milli Kirkjubóls og Aratungu (Aratungá.) 
7. Milli Hóla og Víðivalla: Miðmundagil, og beint úr botni þess og yfir í Miðmundavatn, og 
svo úr læk; sem rennur í Vatnadalsá og svo eptir Vatnadalsá fram úr, suður á fjall 

8. Milli Víðivalla og Hofstaða: Úr Vatnadalsá í uppmjóan hól framan til við Þverholtaflóann, 
svo í miðja Lómatjörn og þaðan í miðja Borgartjörn (svo er Víðivöllum úthlutað land af 
prestum, sem hjer hafa verið eptir nokkuð óljósum landamerkjum. Það er talað um læk, sem 
rennur utan til Brúarsundsholtsendann ytri um vörðu á Vörðuholti, og ef til vill fleiri örnefni, 
en landa merki eru látin enda í slarki, sem eru fyrir framan alfaraveg utan úr sveitinni (fyrir 
framan Reiðsýki). 
Ísl. Einarsson. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 26. júnímán. 1890 og að Kaldrananesi 28. s.m. 
og síðan rituð inn í landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 65. 
Vitnar 
S.ESverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur 1 kr. 50a 
Fyrir bókun kr. 50a 
Eru tvær krónur 
S.ESverrisson 
Kort