Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Kollafjarðarnes í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu
1. Milli Kollafjarðarnes og Hlíðar eru merki í hæztu forvaðarönd frá sjó og upp á brún, þaðan
beina sjónhending í vörðu á hæstu hæðum sem eru á milli Litladals og Hlíðarskarðs, þaðan
beina sjónhending í djúpan lækjarfarveg, sem er norðan til við Hvalsá sem er kallaður Tómi
lækur og ræður hann merkjum upp á brún og þaðan sjónhending í þrjár vörður, sem eru á
háfjallinu
2 Milli Kollafjarðarnes og Þorpa eru merki
frá ofannefndum þrem vörðum út háfjallið í stóra
rúst,
sem er á fjallinu uppaf Hvamminum, frá henni í vörðu og frá þeirri vörðu í svo kallaðan
Tóuhól, frá honum beina línu í svonefndan Hríshól.
3. Milli Kollafjarðarnes og Hvalsá eru merki frá ofannefndum Hríshól beina línu í vörðu, sem
stendur við Hvalsá frá svokölluðu Heimsta vaði, skiptir svo áin löndum til áróss. En vegna
þess, að áin breytir iðulega farveg sínum við sjóinn, þá eru merkin sett eptir miði sem er:
Varða, sem stendur ofantil á Kothólnum og hún á að vera að bera í klett, sem er á Melhorninu
uppaf svo kölluðum Gullsteinum og eptir þessu miði eru reka merki milli jarðanna.
Varplönd jarðarinnar eru: svo kallað Sandsker og Æðarsker og Hólminn. Lagnarsker eru,
Háiboði austur af Hólmanum og svo smá
sker austrað Lámaga. En um önnur rjettindi
jarðarinnar fer eptir því sem lög ákveða.
4. Þess skal getið að Staðarkirkja á Reykjanesi á 1/3 úr viðarreka frá Hvalsárósi að
Gullsteinum
Kollafjarðarnesi 25. maius 1890
G. Báðarson (eigandi)
p.t. Broddanesi 24. júni 1890
S.E. Sverrisson Guðjón Guðlaugsson L. Jónsson
Umsjónarmenn Eiríks Ólafssonar Styrktarsjóðs.
Jón Björnsson ábúandi á Hvalsá
Jón Guðmundsson sem ábúandi á Þorpum
Fyrir Broddanes Jón Magnússon
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 64. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson
Hrófbergsþinghá