Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hvalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu

Nr. 63,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hvalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. 
1. Milli Hvalsár og Kollafjarðarnes eru merki sett eptir miði þar áin breytir farveg sínum 
árlega og er það varða, sem stendur ofan til við á Kothólnum og á hún að bera í klett, sem er í 
Melhorninu upp af svonefndum Gullsteinum. Eptir það skiptir áin löndum fram að heimsta 
vaði og er þar varða á norðari ár bakkanum og úr henni beina línu í Hríshól. 
2. Milli Hvalsá og Þorpa eru merki frá ofannefndum Hríshól, frá honum í Hrísás, norður eptir 
honum hæstum í vörðu norðast á Hrísás og frá henni ofaná brún í læk sem rennur ofan 
Þorsteinsstaðaskarð, svo út lábrúnina út að Grindarklettum og ofan Grindaklettaröndina í 
garð, sem er frá Grindarklettum í sjó. 
Kollafjarðarnesi, 4. júní 1890 
G. Bárðarson (umráðamaður Hvalsá) 
Jón Björnsson ábúandi á Hvalsá, 
Jón Guðmundsson, sem ábúandi á Þorpum, 
G. Bárðarson (eigandi Kollafjarðarnes) 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tolulið 63 Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort