Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Þorpum í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu.
1. Milli jarðanna Þorpa og Hvalsár eru merkin: Garður frá sjó upp að Grindarklettum og upp
eptir klettaröndinni upp á brún, svo vestur eptir brúninni að læk, sem rennur ofaní
Þorsteinsstaðaskarð svo sjónhending í vörðu norðast á svokölluðum Hrísás, svo eptir hæzta
ásnum vestur í svo kallaðan Hríshól.
2 Milli Þorpa og Kollafjarðarnes eru merki frá Hríshól beina línu í svokallaðan Tóuhól frá
honum í vörðu yzt á Hvammsbrúninni úr henni í stóra rúst sem er á háfjallinu uppaf
Hvamminum, úr henni í þrjár vörður, sem eru á háfjallinu austantil við Spákonufell
3. Milli Þorpa og Hlíðar eru merki frá ofannefnd þrem vörðum sjónhending í vörðu á
Spákonufelli
4. Milli Þorpa og Heydalsár eru merki frá vörðu á Spákonufelli í vörðu norðan til í
Spákonufelli og úr þeirri vörðu eptir vörðum heim á Nónásenda
5. Milli Þorpa og Smáhamra eru merkin heimeptir Nónás í vörðu heimantil á Nonás og úr
þeirri vörðu í tvo kletta sem eru merktir með krossi, sem standa sunnantil við vestari kvísl úr
Skónálargili og ræður kvíslin heim í Skónálargil og skiptir þá gilið löndum til sjávar.
Staddur að Þorpum 1. júní 1890
G. Bárðarson (umráðamaður)
Sem eigandi Smáhamra Jón Magnússon
Jón Björnsson ábúandi á Hvalsá.
Jón Guðmundsson ábúandi á Þorpum
p.t. Broddanesi 24. júní 1890
S.E Sverrisson, L. Jónsson, Guðjón Guðlaugsson umsjónarmenn Eiríks Ólafssonar
Styrktarsjóðs
Lesin við manntalsþingsrjett að Kirkjubóli 25. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 62. Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald fyrir þinglestur kr. 75a
Gjald fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.ESverrisson