Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Smáhömrum í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu.
1. á milli Þorpa og Smáhamralands ræður Skónálargil frá sjó þar til það skiptist í tvent ræður
þá vestari kvíslin upp að tveim klettum sem merktir eru með kross standa þeir sunnantil við
kvíslina, svo er úr efri klettinum í vörðu á svokölluðum Nónás, sem ræður merkjum úr því
2. Milli Smáhamra og Heydalsár af Nónás þvert ofaní vörðu á eggjabrúninni fyrir framan
Grænkugilsbotna og þaðan beint heim brúnina á svokallað Grænkugil ræður það merkjum í
Geitalæk, þaðan ræður Geitalækur merkjum til sjávar.
Broddanesi, 6. júní 1890
Sem eigandi Smáhamra Jón Magnússon
G. Bárðarson (umráðamaður Þorpa)
Jón Guðmundsson, ábúandi á Þorpum
Ásgeir Sigurðsson, ábúandi Heydalsár
Framanskrifuðum landamerkjum er jeg samþykkur sem ábúandi Smáhamra
Björn BjörnssonHalldórsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli, 25. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 61. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson