Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Gestsstöðum liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu

Nr. 60,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Gestsstöðum liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 
Að utanverðu milli Klúku og Gestsstaða eru landamerki eptir læk, sem rennur frá hlíðarlögg 
ofaní Miðdalsá eptir svokallaðri Reiðlág, síðan frá upptökum lækjarins er bein sjónhending 
upp hlíðina í vörðu á brúninni, sem nefnd er Dagmálavarða þaðan stefnu á Þúfu, sem stendur 
á holti á hárri brún, síðan frá Þúfnni eptir holti í tjörn, sem er á fjallinu milli Þvergils og 
brúnarinnar, svo frá nefndri tjörn í í stefnu suður háfjallið á hól, sem nefndur er Stórhóll, 
síðan frá hólnum eptir því, sem vötnum hallar suður á Þröskulda, svo eptir holtahrygg upp 
hlíðina á hnjúk á syðri Norðdalsbrún, af þeim hnjúk eptir brúninni suður í Melrakkagil, síðan 
er Miðdalsá landamerki að vestanverðu. 
Gestsstöðum dag. 5. maí 1890 
Daði Bjarnason 
Þessum landamerkjum eru samþykkir: 
Fyrir Klúkuland: Björn Björnsson 
Fyrir Kirkjubólsland Valgerður Grímsdóttir 
Fyrir Heydalsárland Á. Sigurðsson 
Fyrir Steinadalsland Daði Bjarnason 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 60. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort