Landamerki fyrir jörðinni Kirkjubóli liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu

Nr. 59,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðinni Kirkjubóli liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu: 
a, Að utanverðu milli Kirkjubóls og Heydalá, Hvalvíkurgil uppá brún, svo sjónhending suður 
á Heydalsbrún og svo alltaf fram hana fram fyrir Þvergilskrók. 
b, Þá taka til landamerki að framan milli Kirkjubóls og Klúku, Miðdalsá ræður fram að 
svokölluðum Miðgötuhrygg, svo ræður hann upp að Hól, sem er kallaður Sjónarhóll, fyrir 
ofan hólinn er lítið holt en á því eru dálitlir steinar tveir lítið bil á milli, frá þeim steinum er 
sjónhending upp í Bungukoll (kölluð Klúkubunga) það lítið á snið fram og uppeptir holtum, 
sem kölluð eru Háuholt svo sjónhending frá þeim suður í Stórulaut og fram hana að háu holti, 
sem er fyrir ofan Litluborg, á því er stór Þúfa, og úr henni er sjónhending fram holthrygg sem 
liggur fyrir ofan áðurnefnda borg og úr þeim hrygg er sjónhending suður í áðurnefnt Þvergil. 
Kirkjubóli 25. desember 1890 
Eigandi Kirkjubóls Valgerður Grímsdóttir 
Ábúandi á Heydalsá: Ásgeir Sigurðsson 
Eigandi að Klúku Björn Björnsson 
Daði Bjarnason eigandi að Gestsstöðum 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júním. 1890 og rituð inn í Landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 59. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort