Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Heydalsá liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu:
1. Að innan ræður Hvalvíkurgil upp á brún fyrir vestan Hrafnaborg, svo í hádegisstað suður á
Bröttuhlíðarbrún svo fram hábrún sem vötnum hallar að Heydal fyrir vestan Þvergil fram á
Þröskulda milli Heydals og Steinadals-norðdals.
2. Að utan ræður Geitalækur upp í Grænkumýri, breytir þá nafni og nefnist Grænkugil upp á
brún, svo fram hábrún sem vötnum hallar í vörðu á holti heimantil við Sótagilsbotna svo beint
í vörðu upp á Þorpaás fyrir heiman Sótagilsbotna svo beint fram sem vötnum hallar að
Heydal, í vörðu norðantil á Spákonufelli svo fram allt sem vötnum hallar að Heydal fram á
Þröskulda.
Þessi landamerki hafa verið fyrir Heydalsá síðan 1674 sem lögfestan sýndi.
A. Sigurðsson ábúandi á Heydalsá 1890
Þessum ofanskrifuðu landamerkjum er jeg samþykkur sem eigandi og ábúandi Gestsstaða.
Daði Bjarnason.
Þessum ofanskrifuðu landamerkjum er jeg samþykkur sem eigandi Kirkjubols
Valgerður Grímsdóttir
Þessum ofanskrifuðu landamerkjum er jeg samþykkur sem ábúandi og umráðamaður
Kirkjubóls Grímur Benediktsson.
Ofanskrifuðum landamerkjum er jeg samþykkur sem ábúandi Smáhamra
Björn Halldórsson
Þessum ofanskrifuðu landamerkjum er jeg samþykkur sem eigandi Smáhamra
Jón Magnússon
Þessum landamerkjum er jeg samþykkur sem ábúandi Þorpa Jón Guðmundsson.
G. Bárðarson umráðamaður Þorpa
S.E.Sverrisson Umsjónarmenn Eiríks Ólafssonar styrktarsjóðs.
Umboðsmaður hvað Hlíð snertir. G. Bárðarson
Sem ábúandi og í umboði eigenda að Ljúfustöðum í Kollafirði er jeg samþykkur
framanskrifuðum landamerkjum Guðjón Guðlaugsson.
Framanskrifuðu landamerkjum er jeg samþykkur sem eigandi hálfs Steinadals.
Daði Bjarnason
Framanskrifuðum landamerkjum er jeg samþykkur sem umráðamaður eigenda hálfs
Steinadals
Björn Halldórsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júnímán. og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 58 Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson