Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Tungugröf í Kirkjubólshreppi innan Strandasýslu.
1. Að austan á milli Tungugrafar og Húsavíkur eru landamerkin kelda, sem liggur eptir
Hrólfsmýri endilangri neðan frá sjó fram að Hleypilæk, en þar sem keldan er óskýr hafa verið
hlaðin glögg merki
2. Á milli Tungugrafar og Tröllatungu ræður Hleypilækur merkjum þar til hann rennur í
Tunguá, en eptir það
ræður Tunguá niður að ármótum.
3. Frá ármótunum ræður Hrófá landa merkjum á milli Tungugrafar og Hrófár niður að sjó.
Ítök eiga engar jarðir í Tungugrafarlandi, svo kunnugt sje
Framanskrifuðum landamerkjum fyrir kirkjujörðinni Tungugröf, er jeg samþykkur
sem umráðamaður hennar og kirkjustaðarins Tröllatungu.
Felli 24. apríl 1890
Arnór Árnason (prestur til Tröllatunguprestakalls)
Framanskrifuðum landamerkjum milli Hrófár og Tungugrafar, er jeg samþykktur sem eigari
parts í Hrófá og fyrir hönd hinna annara eigenda hennar.
Hrófárseli 28. apríl 1890
Jón Ívarsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júni 1890, og rituð inní landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 57. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.E Sverrisson