Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Tind liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu

Nr. 56,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Tind liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. 
Að utanverðu milli Tinds og Miðdalsgrafar eru landamerki úr Þúfu við ána, síðan eptir 
grillum yfir flóann upp að læk, sem nefndur er Landamerkjalækur, síðan eptir læknum í 
stefnu á vörðu er stendur á holti neðan til í hlíðinni, Þaðan í beina stefnu á hnjúk í brúninni; 
að ofanverðu á fjallinu ræður stefnan eptir því sem vötnum hallar þar til kemur suður fyrir 
dalsdrög á svo kölluðum Hraunsdal; síðan til suðausturs í beina stefnu þvert yfir fjallið 
sunnanvert við Hraundalsdrög yfir á dalsdrögbrún 
á svo kölluðum Vatnadal, svo eptir gili, sem 
nefnt er Merkjagil, er rennur ofan í Vatnsdalsá sunnanvert við vörðu er stendur við ána og er 
þá Vatnadalsá og Miðdalsá síðan á þá hlið landamerki. 
Tind 14. júní 1890 
Jón Jónsson 
Þessum landamerkjum samþykkir: 
Fyrir Múlaland Eyjúlfur Bjarnason 
Fyrir Tröllatunguland Arnór Árnason 
Fyrir Miðdalsgrafarland Grímur Ormsson 
Eigandi Gestsstaða: Daði Bjarnason 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. Júnim. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 56. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort