Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Tröllatungu í Kirkjubólshreppi
1. Á milli Tröllatungu annarsvegar og Miðdalsgrafar og Tinds hinsvegar eru landamerki eptir
því sem vötnum hallar af Heiðabæjarheiði til Miðdals og Tungudals.
2. Á milli Tröllatungu annarsvegar og Bakka og Valshamars í Geiradals hinsvegar er merkin
um Þuravatnshæð vestari í syðri lækinn, sem rennur í Miðeyheið
arvatn að vestan.
3 Á milli Tröllatungu og Arnkötludals ræður vegurinn á Tunguheiði merkjum norður í
Heiðarskarð, þaðan eru merki beint á Múlahornið og af Múlahorninu sjónhending um
Stórastein ofan í Fausk
hólafoss.
5. Á milli Tröllatungu of Tungugrafar ræður Tunguá frá ármótum upp að Hleypilæk, en eptir
það ræður Hleypilækur unz Húsavíkurland tekur við.
4 Á milli Tröllatungu og Hrófár ræður Arnkötludalsá frá Fausk[h]ólafossi ofaní ármót.
6 Á milli Tröllatungu og Húsavíkur ræður Hleypilækur neðan frá Hrólfsmýrarkeldu að
torfgrillu, sem hlaðin er upp í miðri Hleypilækjarmýrinni, en þaðan ræður sjónhending að
grillu, sem hlaðin er við lækjarfarveg fyrir ofan mýrina, síðan ræður farvegurinn út og upp í
gil í brúninni og frá gilsbotninum ræður bein sjónhending eptir vörðum, að vörðu sem hlaðin
er á hraunholti fyrir framan Tjarnarsund.
7 Á milli Tröllatungu og Heiðarbæjar ræður sama sjónhending upp á hábrúnina að
Miðdalsgrafarlandi.
Framanskrifuðum landamerkjum er jeg samþykkur sem umráðamaður jarðanna
Tröllatungu og Arnkötludals og Tungugrafar.
p.t. Kirkjubóli 25. júní 1890
Arnór Árnason
Samþykkir:
Fyrir Miðdalsgröf: Grímur Ormsson
Fyrir Tind: Jón Jónsson
Fyrir Valshamar Ólafur Eggertsson
Fyrir Bakka Jóhann Jónsson
Fyrir Husavík S.E. Sverrisson umboðsmaður Str.sýslujarða
Fyrir Heiðarbæ Hjálmar Jónsson
Fyrir Hrófá Stefán Guðmundsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 55. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.E Sverrisson