Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Heiðarbæ í Kirkjubólshreppi innan Strandasýslu
1. að Austanverðu milli Kirkjubóls, Klúku og Heiðabæjar ræður áin (Miðdalsá) allt neðan frá
sjó og fram að merkjum, sem sett eru beina sjónhending ofan úr Fjárlág og í landsuður, og úr
Fjárlág upp að svonefndri Nónvörðu, sem stendur á hnjúk yfir svokallaðri Húsadalsbrún, og
frá Nónvörðu upp á holthrygg eptir því sem vötnum hallar fram eptir brúninni, fram að
merkjum, sem eru millum Tröllatungu og Heiðabæjarlanda og ofan að Tjarnarhól.
2. Að norðvest
anverðu er bein sjónhending frá Tjarnarhól ofaní Mjóadal, þar sem Kleifalækur
hefur upptök sín og þá skilur Kleifalækur Heiðabæjar og Húsavíkurlönd allt ofaní sjó.
Ofanskrifuðum landamerkjum er jeg sem eigandi jarðarinnar Heiðarbæ samþykkur
Heiðarbæ, 31. maí 1890
Hjálmar Jónsson
Hins vegar skrifuðu landamerkjum erum við samþykkir:
Fyrir Miðdalsgrafarland: Grímur Ormsson
Fyrir Húsavíkurland: S.E Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða
Fyrir Tröllatungu Arnór Árnason
Fyrir Kirkjuból Grímur Benediktsson
Fyrir Klúku Björn Björnsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júní 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 54. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson