Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Arnkötludal í Kirkjubólshreppi innan Strandasýslu

Nr. 53,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Arnkötludal í Kirkjubólshreppi innan Strandasýslu. 
1. Milli Arnkötludals og Tröllatungu eru landamerki frá Fauskhólafossi beina sjónhending 
um Stórastein á Múlahorn, þaðan í heiðarveginn uppi á Heiðarskarði og eptir það eins og 
vegurinn ræður suður að vötnum á Tunguheiði 
2. Á milli Arnkötludals annarsvegar og Valshamars, Gautsdals og Bæjar í Króksfirði 
hinsvegar eru landamerki eptir því sem vötnum hallar suður og norður af. 
3. Á milli Arnkötludals og Hrófár eru landamerki af Þrívörðuhrygg að sunnan í Íluskarð að 
norðan og þaðan eins og Sauðgil ræður ofan í Arnkötludalsá, en eptir það ræður áin ofan að 
Fauskhólafossi. 
Sem umráðamaður jarðanna: Arnkötludals og Tröllatungu er jeg samþykkur 
framanskrifuðum merkjum. 
Felli 10. maí 1890 
Arnór Árnason 
Þessu samþykkir: 
Ólafur Sigvaldason (eigandi Bæjar) 
Ólafur Eggertsson (eigandi Valshamars) 
Í umboði eigenda Hrófar Jón Ívarsson 
Sigvaldi Snæbjörnsson ábúandi Gautsdals 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli, 25. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 53. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort