Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Húsavíkurlandi
1. Milli Húsavíkur og Heiðarbæjar er svonefndur Kleifalækur, sem hefur upptök sín uppundir
svonefndum Mjóadal og rennur til sjávar og úr Mjóadal sjónhending í svokallaðan
Tjarnarhól, nú sett merki
2 Milli Húsavíkur og Tungugrafar er svonefndur Landamerkjalækur neðst í Hrolfsmýri sem
rennur til sjávar, en nær mjög stutt frameptir mýrinni, en eptir það sett merki fram að
Hleypilæk.
3 Milli Húsavíkur og Tröllatungu ræður Hleypilækur neðan frá Hrólfsmýrarkeldu að
torfgrillu sem hlaðin er uppí miðri Hleypilækjarmýrinni, en þaðan ræður sjónhending að
grillu, sem hlaðin er við lækjarfarveg fyrir ofan mýrina síðan ræður farvegurinn út og upp í
gil í brúninni og frá gilbotninum ræður bein sjónhending eptir vörðum að vörðu, sem hlaðin
er á Hraunholti fyrir framan Tjarnarsund.
pt. Kirkjubóli 25. júnímán. 1890
S.E. Sverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða
Vegna Tröllatungu og Tungugrafar Arnór Árnason
Vegna Heiðabæjar Hjálmar Jónsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 25. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 52. Vitnar
S.E Sverrisson