Landamerkjaskrá fyrir jörðina Fell í Kollafirði

Nr. 51,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Fell í Kollafirði 
1. Á milli Fells og Stóra Fjarðarhorns ræður Þrúðardalsá merkjum neðan frá sjó fram þangað, 
sem Þrúðardalsland tekur við. Þó er nú 
nokkur hluti Jónseyrar, sem tilheyrir Felli, að 
austanverðu við ána, þar hún hefur nýlega brotist í gegnum eyrina. Rjett fyrir neðan Jónseyri 
er lítill hólmi nefndur Fjarðarhornshólmi tilheyrandi Stóra Fjarðarhorni, en er nú vestanvert 
við ána. Á báðum þessum stöðum er hinn forni farvegur látinn ráða, og eru hlaðnar grillur 
með fram honum. 
2 Á milli Þrúðardals og Fells ræður Þrúðardalsá þar til í hana austanverða fellur Axlarkvísl, er 
rennur ofaná milli Axlarinnar og Hólanna, en eptir það ræður kvíslin að upptokum sínum, og 
þaðan sjónhending beint upp á háhraun. Eyri sú, er myndast á milli árinnar og kvíslarinnar, 
fyrir neðan Hóla, er talin í Þrúðardalslandi 
3 Á milli Fells of Einfætingsgils eru landamerki eins og vötnum hallar til Mókollsdals og 
Krossárdals. 
4. Á milli Fells og Kleifa í Gilsfirði eru merkin eptir því sem vötnum hallar til Gilsfjarðar og 
Kollafjarðar, austanaf brún fyrir framan Mókollsdal vestur á Vatnsholt á Steinadalsheiði. 
Á milli Fells annarsvegar Litla Fjarðarhorns, Ljúfustaða 
og Steinadals hinsvegar ræður Fellsá neðan frá 
sjó fram í Þórarinsdal þar sem Rjúpudalsá fellur í hana, en þar eð Fellsá hefur breytt og 
breytir árlega farveg sínum, þá eru merkin sett eptir sjónhendingu og miðum í og utan við 
hinn núverandi farveg árinnar svo sem hjer greinir: 
5 Á milli Fells og Litlafjarðarhorns ræður neðan frá sjó þangað til Ljúfustaðaland tekur við, 
lína, er hugsast dregin frá Miðhúsafossinum um vörðu í Ljúfustaðanesi beint til sjávar og eru 
grillur hlaðnar á eyrunum eptir línu þessari sem fellur í oddann þar sem Fells- og Þrúðardalsá 
koma saman. 
6. Á milli Fells og Ljúfustaða ræður: a 
lína er hugsast dregin frá skurðardepli merkjalínanna 
milli Fells og Litlafjarðarhorns og Litlafjarðarhorns og Ljúfustaða, í stefnu á Efrafell um 
vörðu á Skildi, uns hun sker línuna b, er hugsast dregin frá vörðu neðantil á Fellstúninu 
fremst á svonefnda Snoppu, sem er rjett fyrir ofan bæinn á Ljúfustöðum, og ræður þessi lína 
merkjum frá skurðdepli sínum við línuna a framí ána rjett fyrir neðan Ljúfustaðatúnið: Síðan 
ræður áin sjálf fram fyrir Ljúfustaðatúnið unz í hana fellur lína, er hugsast dregin fremst af 
Snoppu í vörðu á Breiðeyrarodda og ræður sú lína merkjum frá því hún kemur í ána á 
fyrgreindum stað, fram á Breiðeyri. Loks ræður lína, er hugsast dregin frá vörðunni á 
Breiðeyri í vörðu, sem hlaðin er við ósinn á Landamerkjalæknum, milli Ljúfustaða og 
Steinadals. 
7. Á milli Fells og Steinadals ræður lína, er hugsast dregin frá vörðunni við 
Landamerkjalækjarósinn beint á rjettina, unz hún fellur í ána fyrir framan Steinadal, en eptir 
það ræður áin sjálf, uns í hana fellur Rjúpnadalsá, síðan ræður Rjúpnadalsá að upptökum 
sínum og loks sjónhending þaðan á Vatnsholt. 
Veiði í Fellsá eiga ofannefndar jarðir að rjettri tiltölu eins og áin ein rjeði merkjum. 
Í umboði eigenda Fells 
Felli 17. júní 1890 
Arnór Árnason 

Samþykkir vegna Einfætingsgils: Arnór Árnason 
Samþykkir vegna eigenda Ljúfustaða: Guðjón Guðlaugsson 
Samþykkir Eggert Jónsson, eigandi Kleifa. 
Samþykkir Sigríður Jónsdóttir eigandi Stórafjarðarhorns. 
Sem ábúandi Steinadals 
Samþykkir Björn Bjarnarson Guðm. Jónsson. 
Samþykkir G. Bárðarson, eigandi Þrúðardals og í umboði eigenda Litlafjarðarhorns. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júnímán. 1890 
og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 51. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 

Kirkjubólsþinghá 
Kort