Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hvítuhlíð í Óspakseyrarhreppi í Strandasýslu

Nr. 50,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hvítuhlíð í Óspakseyrarhreppi í Strandasýslu 
1. Milli Hvítuhlíðar og Grafar ræður svonefnt Landamerkjagil frá Krossá upp fyrir brún að 
stórum steini, sem merktur er með H. og G. Þaðan sjónhending eptir upp ása eptir vörðum, 
sem hlaðnar eru alla leið uppað Þrívörðum, þaðan sjónhending í Hvolfshryggsendann, 
2 Milli Hvítuhlíðar og Broddanes ræður Broddá landamerkjum 
3 Milli Hvítuhlíðar og Bræðrabrekku Broddanes 
ræður Broddá merkjum ofan vörðu sem stendur 
á syðri árbakka, frá þeirri vörðu beina sjónhending eptir vörðum til upptaka Deildarlækjar, 
síðan ræður Deildarlækur ofan að dýpsta farveg í klettabrún, sem er skammt frá sjó, úr þeim 
farveg bein sjónhending í vörðu á miðjum hólma við sjóinn. 
Hvítuhlíð 23. júni 1890 
Ólöf Helgadóttir (eigandi jarðarinnar) 
Kristíana Jónsdóttir, ábúandi Bræðrabrekku 
Eigandi og ábúandi Broddaness, Jón Magnússon 
Vegna Eyrar L. Jónsson 
SE Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða 
Vegna Grafar. Einar Einarsson 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 50. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.ESverrisson 
Kort