Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Gröf í Óspakseyrarhreppi í Strandasýslu
1. Milli Grafar og Einfætingsgils ræður svokallað Landamerkjagil neðan frá Krossá og upp í
vestasta gilfarveginn á hlíðarbrúninni, svo eptir vörðum sem hlaðnar eru uppeptir hálsinum
og frá þeirri efstu sjónhending í hæztu hæðirnar fyrir norðan Kálfadal.
2. Milli Grafar og Þrúðardals eru merki frá upptökum Broddár ofan að svonefndum
Hvolfshryggsenda, þaðan sjónhending í Þrívörður.
3. Milli Grafar og Hvítuhlíðar eru merki frá Hvolfshryggsendanum sjónhending ofaní
Þrúðarvörðuholt, svo ofan ása eptir vörðum, sem hlaðnar eru alla leið að stórum steini, sem
stendur á vestari Gilsbarminum og er sá steinn merktur með G. og H. Þaðan ræður svo kallað
Landamerkjagil ofaní Krossá.
4. Milli Grafar og Óspakseyrar ræður Krossá landamerkjum.
Gröf 23. júní 1890
Einar Einarsson.
Eptir umboði frá eiganda Grafar Eggert Jónsson
Vegna Einfætingsgils uppá væntanlegt samþykki stiptsyfirvaldanna Arnór Árnason
Ólöf Helgadóttir eigandi Hvítuhlíðar.
Vegna Eyrar L. Jónsson.
G. Bárðarson eigandi að Þrúðardal.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júnímán. 1890 og rituð inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 49. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson