Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Einfætingsgili í Óspakseyrarhreppi

Nr. 48,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Einfætingsgili í Óspakseyrarhreppi 
1. Á milli Einfætingsgils og Óspakseyrar ræður Krossá merkjum frá Landamerkjagils-ósi 
fram í Krossárvatn. 
2 Á milli Einfætingsgils og Kleifa í Gilsfirði eru merkin eptir því, sem vötnum hallar suður 
og norður af frá Krossárvatni norðanverðu beint upp á brunann 
3 Að vestan á milli Einfætingsgils annarsvegar og Fells og Þrúðardals hins vegar eru 
landamerki eptir háhrauninu eins og vötnum hallar til Mókollsdals og Krossárdals. 
4. Á milli Einfætingsgils og Grafar ræður Landamerkjagil frá því það fellur í Krossá beint á 
móti Krossárbakka upp á brúnina. Þar er hlaðin varða við syðsta farveginn og eru merkin frá 
henni eptir vörðum beint uppá hálsinn sunnanvert við gilið, og frá efstu vörðunni ræður 
sjónhending beint upp háhæðirnar sem eru fram og upp af Langavatni. 
Sem umráðamaður Tröllatungukirkju 
eigna upp á væntanlegt samþykki 
stiptsyfirvaldanna 
Felli 18. júní 1890 
Arnór Árnason 
Vegna eiganda Grafar Sigurjóns Jónssonar, Eggert Jónsson. 
Vegna Óspakseyrar L. Jónsson. 
Eggert Jónsson, eigari Kleifa. G. Bárðarson eigari Þrúðardals. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi: 24. júnímán. 1890 og rituð inn í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 48. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.E. Sverrisson 
Kort