Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Þrúðardal í Fellshreppi í Strandasýslu
1. Milli jarðanna Þrúðardals og Stóra-fjarðarhorns eru merki frá vörðu á árbakkanum og upp í
holt það, sem næst er Þrúðarhól að austanverðu og frá því holti beina línu uppí miðlækinn af
þeim svonefndu Þrílækjum, og ræður sá lækur merkjum uppá brún, en af brúnarröndinni er
bein sjónhending í Agötuhól.
2. Milli Þrúðardals og Broddaness, eru merki frá Agötuhól í beina línu ofan í vörðu við
svokallaðan Valdalæk
3. Milli Þrúðardals og Grafar ræður Broddá merkjum til upptaka
4. Milli Þrúðardals og Einfætingsgils eru merkin frá upptökum Broddár og fram háfjallið, þar
sem vötnum hallar á báðar hliðar framundir fremri Haugbjörg.
5. Milli Þrúðardals og Fellseignar eru merkin af Haugbjargabrúninni fremri og í upptök
Axlarkvíslar og skiptir sú kvísl löndum þar til hún rennur í Þrúðardalsá. Eptir það ræður
Þrúðudalsá merkjum til vörðu þeirrar, er stendur á árbakkanum austanvert við Þrúðarhól.
Aths) Þess skal getið að hin svokallaða Hólaeyri á Mókollsdal fylgir Þrúðardalslandi.
Kollafjarðarnesi 1. mai 1890
G. Bárðarson
Samþykkir vegna Einfætingsgils Arnór Árnason
Vegna eiganda jarðarinnar Grafar Sigurjóns Jónssonar Eggert Jónsson
Sigríður Jónsdóttir, eigandi að Stóra fjarðarhorni.
Sem ábúandi og að nokkru leyti eigandi Broddaness Jón Magnússon.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júnímán. 1890 og rituð inní landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 47. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson