Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Broddadalsá í Fellshreppi í Strandasýslu

Nr. 46,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Broddadalsá í Fellshreppi í Strandasýslu 
1. Milli Broddadalsá og Skriðnesenni eru merki. Tanga oddi sem liggur framúr fremri 
Stigaklett og upp í klettarana, sem liggur af neðri Stigaklett og upp á höfðasnös, þaðan 
sjónhending í Sjónarhól og frá þeim hól fram hæztu hæðir að Ennisvatni eptir því sem 
vötnum hallar að Broddá og að Ennisvatni að norðanverðu; úr Ennisvatni ræður lækur 
merkjum ofan í Broddá. 
2. Milli Broddadals og Broddanes ræður Broddá merkjum til sjóar. 
Reki í Ólafsvík, sem er næsta vík fyrir utan Sýruvík tilheyrir Fellskirkju. 
Broddadalsá 20. júní 1890 
Brynjólfur Jónsson ábúandi Broddadalsár. 
Samþykkir vegna Broddaness Jón Magnússon 
L. Jónsson ábúandi á Enni. 
Lesin fyrir manntalsþingrjetti að Broddanesi 24. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 46. 
Vitnar S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.ESverrisson 
Kort