Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Stórafjarðarhorni í Fellshreppi í Strandasýslu

Nr. 45,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Stórafjarðarhorni í Fellshreppi í Strandasýslu. 
1. Milli Stórafjarðarhorns og Broddanes eru merki frá sjó eptir gömlum lækjar farveg (sem er 
austanvert við svokallaða Landamerkieyri) þessi farvegur ræður merkjum uppí hlíð þar til 
kemur lækur, sem ræður upp á brún, þaðan bein sjónhending í stóra vörðu á Selbungu, svo 
eptir vörðum sem settar eru þar sem vötnum hallar fram Selbungu og Stórubungu fram á 
Agötuhól. 
2. Milli Stórafjarðarhorns og Þrúðardals eru merki: Af Agötuhól bein sjónhending eptir 
vörum, sem settar eru ofaná Þrílækjabrún, svo ræður Miðlækur ofaní hlíðarlögg, þaðan eptir 
vörðum beint í Þrúðardalsá. Eptir það ræður áin merkjum til áross, síðan eptir miði sem sett 
er á svonefndri Jónseyri á sjó fram. 
Ath.) Fyrir vestan Þrúðardalsá er hólmi með 3 vörðum, sem jörðinni fylgir, nefndur 
Fjarðarhornshólmi, þar ræður gamall farvegur, og rjett fyrir ofan hólma þennan er hólmi fyrir 
austan ána tilheyrandi Felli og hefur hún nýlega brotið hann af Jónseyri; þar ræður einnig 
gamli farvegurinn og er settar grillur við hann. Þess skal getið að Broddanes á allan hálfan 
reka frá gömlum lækjarfarveg, sem er austan til við svokallaða Landamerkjaeyri innað læk, 
sem rennur milli tveggja kletta, sem merktir eru með B að norðan en S að sunnan. 
Stórafjarðarhorni 1. júní 1890 
G. Bárðarson umboðsmaður Stórafjarðarhorns) 
Sem eigandi Þrúðardals er jeg samþykkur G. Bárðarson 
Sem eigandi og ábúandi Broddaness Jón Magnússon 
Ábúandi Fells og í umboði eigendanna Arnór Árnason 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi og rituð inn í landamerkjabók Strandasýslu 
undir tölulið 45. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort