Uppskrift
Merki að Ljúfustaðalandi í Kollafirði eru þessi:
1. Milli Fells og Ljúfustaðalands ræður Fellsá frá vörðu, sem hlaðin er við mynni á
Landamerkjalæknum, sem aðgreinir Steinadals og Ljúfustaðaland að vörðu sem stendur fyrir
neðan Háamel, en þareð farvegur árinnar getur breytt sjer og breytir sjer árlega eru
landamerkin eða farvegur árinnar ákveðin a) eptir línu sem hugsast dregin frá fyrnefndri
vörðu að Landamerkjalæk í vörðu fremst á Breiðeyrar odda og b) línu frá þeirri vörðu í
svokallaða Snoppu í Ljúfustaðatúninu og ræður sú lína merkjum heim að túninu á
Ljúfustöðum, en fyrir neðan túnið á Ljúfustöðum tekur við lína c), sem hugsast dregin af
fyrnefndri Snoppu í vörðu neðantil í Fellstúni, unz hún sker í sundur línu d) sem hugsast
dregin frá Efra felli um vörðu á Skildi í áðurnefnda vörðu undir Háamelshorni. Varða þessi
getur að vísu farið í Fellsá, en stað hennar má ætíð finna því hún stendur
á skurðardepli merkja
línanna Fells og Litla Fjarðarhorns og þessarar síðar nefndu línu d). Veiði í Fellsá eiga báðar
jarðirnar eins og hún ein rjeði landamerkjum.
2. Milli Litla Fjarðarhorns og Ljúfustaðalands ræður sjónhending úr vörðunni undir
Háamelshorni um vörðu á melshorninu og beint þaðan eptir vörðum, í vörðu er stendur á
brúninni að utan
ofanverðu við Stekkjarlæk og svo þaðan beint eptir vörðum yfir
Miðaptansbreiðar upp á hraun og þaðan beint eptir vörðum yfir Bunguna ofan í Hvalsá á
móts við mynni á Kofaholtslæk þá ræður lækur þessi, (sem rennur að
framanverðu við
Kofaholt), upp á Fell.
3. Milli Heydalsár og Ljúfustaðalands ræður eptir því sem vötnum hallar að Hvalsárdal og
fyrir daldrögin upp á háhraunið gegnt Landamerkjalæk.
4. Milli Steinadals og Ljúfustaðalands ræður bein lína af hrauninu ofan á brúnina, þar sem
Landamerkjalækur hefur upptök sín síðan lækur um ofan í Fellsá, en þar eð farvegur hans
hennar er mjög óljós
á kafla í Hvammahlíðinni, þá eru hlaðnar 2 vörður sín við hvorn enda á
kafla þessum og ræður merkjum bein lína milli þeirra. Sömuleiðis er hlaðin varða við mynni
lækjarins á árbakkanum og er lína úr henni uppí sundið þar fyrir ofan, sem lækurinn fellur
gegnum, landamerki á þeim kafla, þar eð lækurinn getur auðveldlega breytt farveg sínum þar
niður frá.
Sem ábúandi og í umboði eigendanna að jörðinni Ljúfustöðum í Kollafirði.
Ljúfustöðum, 20. júní 1890
Guðjón Guðlaugsson
Sem ábúandi og í umboði eigendanna að Felli, er jeg samþykkur framanskrifuðum
landamerkjum. Arnór Árnason
Sem umboðsmaður eiganda og umráðanda að jörðinni Litla Fjarðarhorni í Kollafirði er jeg
samþykkur framanskrifuðum landamerkjum G. Bárðarson
Sem ábúandi og í umboði eiganda að jörðinni Heydalsá í Tungusveit er jeg samþykkur
framanskrifuðum landamerkjum. Á. Sigurðsson
Sem eigendur og umraðendur að jörðinni Steinadal erum við samþykkir framanskrifuðum
landamerkjum. Björn Halldórsson Daði Bjarnason
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 44. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald fyrir þinglestur kr. 75a
Gjald fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.ESverrisson