Skrá yfir landamerki Sunndals

Nr. 75,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki Sunndals 
Milli Skarðs ræður lækur, sem rennur eptir svokölluðu landamerkjasundi, þaðan sem 
hann rennur í Sunndalsá og upp með honum upp á hálsbrún og þaðan í suðvestur í vörðu á 
stórum steini, þá meira í vestur beina sjónhending í vörðu á Litlafelli og svo þaðan 
sjónhending í rauða skriðu innantil í Sunndalsbungu og þaðan eins og vötnum hallar fram á 
hraun og grasleysur. 
Milli Goðdals: ræður Sunndalsá frá áðurnefndum landamerkjalæk og upp með ánni 
upp undir leiti, sem er nikkuð fyrir framan bæjinn Sunndal og þar yfir um ána í svonefnt 
Graflækshöfuð að norðanverðu við ána og þaðan norður í Stórubungu, og svo úr því, sem 
vötn ráða norður á hraun. 
G. Jónsson. Magnús Arason. Jóhann Pálsson 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 28. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 75. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SE Sverrisson 

Árnessþinghá 
Kort
3 km
Leaflet Staðfræðikort byggt á gögnum frá LMÍ og Open Street Map.