Uppskrift
Merki að Steinadalslandi í Kollafirði eru þessi:
1. Milli Steinadals og Ljúfustaða ræður lækur sem kallaður er Landamerkjalækur neðan fra
Fellsá og upp á brún, en vegna þess að lækur þessi gæti breytt farveg sínum, er hlaðin varða
við mynni lækjarins á árbakkanum og er bein lína úr henni upp í sundið þar fyrir ofan, en
vegna þess að lækurinn ekki er alstaðar greinilegur í Hvammahlíðinni eru þar hlaðnar 2
vörður og ræður bein lína milli þeirra, en frá upptökum lækjarins ræður bein lína uppeftir
hrauninu.
2. Milli Heydalsár og Steinadalslands ræður eptir því sem vötnum hallar
að Steinadals Norðdal.
3. Milli Gestsstaða og Steinadalslands ræður bein lína af austari Norðdalsbrún ofan á svo
kallaða Þröskulda milli Gestsstaða og Steinadals Norðdals eptir því sem vötnum hallar að
Steinadals Norðdal þar til Norðdalsá tekur dalinn
við á miðjum Þröskuldum það ræður fyrnefnd
á ofan þar til hún fellur í Vatnadalsá.
4. Milli Tinds og Steinadalslands ræður Vatnadalsá suður að vötnum.
5. Milli Brekku í Gilsfirði og Steinadalslands ræður eptir því, sem vötnum hallar norður
austur eptir fjallinu austur á Vatnsholt á Steinadalsheiði.
6. Milli Fells og Steindalslands ræður Rjúpnadalsá af Vatnsholti og ofan Fellsá, þá ræður
Fellsa ofan að merkjum Steinadals og Ljúfustaða.
Veiði í Fellsá eiga báðar jarðir þar hún ein ræður landamerkjum.
Í umboði eigenda og umráðenda að ½ jörðinni Steinadal í Kollafirði.
Smáhömrum 21. júni 1890
Björn Halldórsson.
Sem ábúandi og í umboði eigendanna að jörðinni Heydalsá í Kirkjubólshreppi er jeg
samþykkur framanskrifuðum landamerkjum Á. Sigurðsson
Framanskrifuðum landamerkjum er jeg samþykkur sem ábúandi Fells og í umboði
eigendanna, að því undanteknu, að áin má ekki ráða merkjum nema ofanundir Steinadal, en
úr því ræður sjónhending frá Landamerkjalækjarósnum á rjettina, unz sú lína fellur í ána fyrir
framan og neðan Steinadalsbæ Arnór Árnason
Sem ábúandi og í umboði eigenda að Ljúfustöðum er jeg samþykkur framanskrifuðum
landamerkjum Guðjón Guðlaugsson
Vegna þess að hvorki jeg nje eður
aðrir ábúendur Steinadals vissum að farvegur Fellsár væri
svo óákveðinn sem hann máske sje skrifaði jeg að hún ein rjeði merkjum milli Fells og
Steinadals, en sje svo að farvegur árinnar sje svo breytilegur, að ekki sje gjörlegt að láta hana
eina ráða merkjum, er jeg undir skrifaður samþykkur að sjónhending ráði eins og hjer að ofan
er skrifað. Björn Halldórsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi, 24. júnímán. 1890 og rituð í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 43. Vitnar S.E Sverrisson.
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.ESverrisson