Uppskrift
Merki að Litla Fjarðarhornslandi í Kollafirði eru þessi:
1. Milli Hlíðar og Litla Fjarðarhornslands er Deildin neðan frá sjó og upp
úr Deildarskarðinu,
og svo úr Deildarbotninum beint í stóra Þúfu skammt þaðan, síðan beint úr Þúfunni í vörðu á
hinum svokölluðu Þröskuldum og þaðan í jarðfallslæk í Fellinu og úr jarðfallinu í vörðu upp
á Fellinu.
2. Milli Heydalsár og Litla Fjarðarhornslands ræður frá fyrnefndri vörðu á Fellinu þar sem
vötnum hallar að Hvalsárdal þar til kemur á móts við upptök Kofaholtslækjar.
3. Milli Ljúfustaða og Litla Fjarðarhornslands ræður áðurnefndur Kofaholltslækur, (sem
rennur að framanverðu við Kofaholt) í Hvalsá, þaðan ræður bein sjónhending eptir hlöðnum
vörðum yfir Bunguna upp á hraun og svo beint eptir vöðum yfir Miðaptans breiðar ofan á
brún í vörðu er þar stendur á holti að utanverðu við Stekkjarlæk, þá úr henni beint eptir
vörðum suður á Háamelshorn í torfuvörðu; er þar er hlaðin og svo beint í Fellsá um vörðu er
stendur við ána (varða þessi getur að vísu farið í Fellsá, enn stað hennar má ætíð finna
, því hún
stendur á skurðardepli merkja
línanna, sem ákveða farveg árinnar milli Fells og Litla-
Fjarðarhorns og Ljúfustaða og Fells)
4. Milli Fells og Litla-Fjarðarhornslands ræður Fellsá frá fyrnefndri vörðu til sjávar, en þar eð
hún hefur breitt og breytir árlega farveg sínum eru merkin ákveðin eptir línu, er hugsast
dregin neðan frá sjó um vörðu í Ljúfustaðanesi, beint í Miðhúsagilsfossinn og eru grillur
hlaðnar um eyrarnar eptir þeirri línu.
Veiði í Fellsá eiga báðar jarðirnar eins og hún ein rjeði landamerkjum hvernig sem
farvegur hennar breytist framvegis.
Í umboði eigenda og umráðenda jarðarinnar Litla Fjarðarhorns.
Kollafjarðafjarðnesi, 20. júní 1890
G. Bárðarson
Sem ábúandi og í umboði eigendanna að jörðinni Ljúfustöðum, er jeg samþykkur
framanskrifuðum landamerkjum. Guðjón Guðlaugsson.
Sem ábúandi og í umboði eigendanna að Felli í Kollafiði er jeg samþykkur
framanskrifuðum landamerkjum. Arnór Árnason.
Sem umráðandi og í umboði eigandanna að jörðinni Hlíð er jeg samþykkur framanskrifuðum
landamerkjum. S.E.Sverrisson. Guðjón Guðlaugsson L. Jónsson Umsjónamenn Eiríks
Ólafssonar Styrktarsjóðs.
Sem ábúandi og í umboði eiganda jarðarinnar Heydalsár í Tungusveit er jeg samþykkur
framanskrifuðum landamerkjum. Á. Sigurðsson
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi, 24. júnímán 1890 og rituð inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 42. Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.ESverrisson