Landamerki fyrir jörðinni Hlíð liggjandi í Fellshreppi innan Strandasýslu

Nr. 41,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðinni Hlíð liggjandi í Fellshreppi innan Strandasýslu 
Að framan ræður gil, er kallað er Deildargil og hefur upptök sín undan svokölluðum 
Þrepsköldum og í vörðu á nefndum Þrepsköldum og beint yfir í lækjarfarveg í svonefndu 
Spákonufelli og beint í vörðu upp á nefndu felli og úteptir brún þess eptir því, sem hallar í 
vörðu á ytri enda þess og beint í í Þrívörðu við upptök á svokölluðu Tómagili og úr nefndu 
gili beint á Forvaðabrún (eptir því, sem sett merki sýna) í hæztu forvaðahyrnuna yfir mestu 
ófærunni og beint fram. 
Kirkjubóli, 26. Apríl 1888 
J. Einarsson eigandi og umboðsmaður eiganda ½ Hlíðar 
p.t. Broddanesi, 24. júni 1890 
S.E Sverrisson, Guðjón Guðlaugsson, L. Jónsson umsjónarmenn Eiríks Ólafssonar 
styrktarsjóðs. 
Ofanskrifuðum landamerkjum er jeg samþykkur G. Bárðarson 
J. Guðmundsson ábúandi á Þorpum. 
A. Sigurðsson ábúandi á Heydalsá. 
Jón Magnússon búandi á Litla Fjarðarhorni 
Guðmundur Jónsson búandi á Hlíð. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi, 24. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 41. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.ESverrisson 
Kort