Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Óspakseyri í Óspakseyrarhreppi
Að utanverðu ræður Krossá landamerkjum á milli Óspakseyrar, Hvítuhlíðar, Grafar og
Einfætingsgils í Krossárvatn. Milli Óspakseyrar og Kleyfa bein sjónhending úr Baulu. Milli
Snatartungu og Óskapseyrar ræður Mjóadalsá lækjarósi, sem rennur í austnorðurhorn
Krossárvatns í þrjá standa í austurenda á Lambafelli, og frá þeim í Mjóadalsá sjónhending í
Baulu. Milli Snartartungu og Óspakseyrar ræður Mjóadalsá ofan að Neðstagili sunnanvert í
Mjóadal, síðan gilið beint upp og sjónhending á hæstu hæð þar uppá fjallinu, síðan eptir
hæðunum út í Rauðalæk og úr brúninni þar sem Rauðilækur kemur ofan sjónhending í pytt,
sem er utanvert við Breiðeyri á móts við sandhrygg og sama sjónhending í Tunguá, þaðan
ræður Tunguá til sjóar landamerkjum milli Eyrar og Þórustaða. Úr miðjum Tunguárósi, þar
sem hún fellur í sjó ræður sjór í miðjan Krossárós. Eyrarsker er varphólmi, sem Eyri á
skammt fyrir innan Krossá og reka ítak fyrir Þambárvallalandi frá Þambá og að kletti þeim,
sem aðskilur Þambárvalla og Þórustaðaland.
Skriðnesenni 10. júni 1890
Eigendur Óspakseyrar: L. Jónsson Magnús Jónsson
Vegna Hvítahlíðar Ólöf Helgadóttir
Vegna Grafar Einar Einarsson.
Vegna Tungu Einar Þórðarson
Vegna Þórustaða Ólafur Magnússon
Vegna Einfætingsgils Arnor Árnason
Vegna Kleifa Eggert Jónsson
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júni 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 40. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson