Uppskrift
Landamerki [Skóga og Skarða]
Ár 1885, Föstudaginn hinn 8. dag Maímán. var setti sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu Benedikt Sveinsson
aukaþing á skrifstofu sýslunnar að Héðinshöfða með undirskrifuðum vottum, til að nefna menn í dóm
í landamerkjamáli milli Skóga og Einarsstaða Skarða í Reykjahverfi. – Á þinginu mætti aðili málsins
Sigurpáll bóndi Árnason í Skógum og lagði fram kæru til sáttarnefndar dags (með áteiknuðu vottorði
sáttanefndarinnar) útskrift úr sáttabók Húsavíkursáttaumdæmis
um árangurslausa sáttatilraun í málinu, dags. 11. Sept.
f.á þetta skjal einkennist tölul. 1. og er svohljóðandi … ;
Einnig mætti fyrir hönd jarðarinnar Skarða Jón Ágúst Árnason, óstefndur og kjörinn af hinum tveimur
sameigendum jarðarinnar, Jóni bónda Jónssyni á Einarsstöðum og
Jóni hreppstjóra Jónssyni á Hringveri,
í umboði fyrir ekkjuna Jakobínu Jónsdóttur á Skörðum.
Að svo vöxnu máli nefndi sýslumaðurinn þessa 8 menn í dóm:
1. Þorberg hreppsnefndarm. Þórarinssyni á Sandhólum
2. Sigurjón bónda Halldórsson á Kvíslarhóli
3. Gísla Ólafsson búfræðing á Héðinshöfða
4. Próf. séra Kjartan Einarsson á Húsavík
5. Verzlunarstjóri Þ. Guðjohnsen á Húsavík
6. Verzlunarm. Hermann Hjálmarsson Húsavík
7. Sigurjón óðalsbóndi Jóhannesson á Laxamýri og
8. Baldvin bóndi Sigurðsson í Garði.
Þá skoraði sýslumaðurinn á málsaðila að nefna hvor um sig 2 menn úr dóminum. Nefndi varnaraðili úr
dóminum þá:
1. Gísla Ólafsson búfræðing á Hjeðnishöfða og
2. Sigurión bónda Jóhannesson á Laxamýri.
Því næst nefndi sóknaraðili úr þá:
1. Próf. séra Kjartan Einarsson á Húsavík og
2. Sigurjón bónda Halldórsson á Kvíslarhóli.
Samkvæmt þessu verða dómsmenn auk sýslumannsins
1. Þorbergur hreppsnefndarm. Þórarinsson á Sandhólum
2. Verzlunarstjóri Þ. Guðjohnsen á Húsavík
3. Verzlunarmaður Hermann Hjálmarsson sst. og
4. Baldvin bóndi Sigurðsson í Garði.
Varð það síðan samkomulag að merkjagangan skyldi fram fara Fimmtudaginn 10. Sept. næstkomandi
og skyldu dómsmenn allir vera komnir saman í Skógum kl. 9 f.m. nefndan dag.
Þingi slitið
Þingsvitni: B Sveinsson
Málspartar.
Sigurpall Arnason
Jón Agúst Arnason
Vottar
Jakob Hálfdanarson
Jón Pálsson
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ár 1886, þriðjudaginn hinn 29. júnimanaðar var merkjadómur settur að Skógum í Reykjahverfi í
landaþrætunni milli tjeðrar jarðar og jarðarinnar Skarða. – Þess skal getið, að merkjagangan í þessu
máli, sem 8 dag maimán. f.á var ákveðið að fram skyldi fara 10 septembermán. f.á. fórst fyrir fyrst
sökum þess að oddviti merkjadómsins var eigi kominn heim úr alþingisferð, og þvínæst sökum
snjókomu og óveðra á seinastliðnu hausti.
Í merkjadómnum sátu auk sýslumannsins í Þingeyjarsýslu B. Sveinssonar, eptir nefningu 8 mai f.á.
verzlunarfulltrui Þ. Guðjóhnsen og verzlunarmaður Hermann Hjálmarsson á Húsavík,
hreppsnefndaroddviti Bergur Þórarinsson á Sandhólum og Baldvin bóndi Sigurðsson á Garði. Rituðu
þeir undir svolagað eiðspjall:
Eg Þórður Guðjóhnsen, eg Hermann Hjálmarsson, eg Bergur Þórarinsson og eg Baldvín Sigurðsson
lofa og sver, að leysa dómstarfa þann af hendi, sem eg hafi verið kvaddur til
í landaþrætunni milli Skóga
og Skarða í Reykjahverfi eptir beztu þekkingu og samvisku. Svo sannarlega hjálpi mjer guð og hans
heilaga orð.
ÞGuðjohnsen, H. Hjálmarsson, ÞÞórarinsson, B Sigurðsson
Sækjandinn Sigurpáll bóndi Árnason í Skógum var sjálfur mættur og lagði fram útdrátt ur sáttabók
Húsavíkursáttaumdæmis, sem einkennist tölulið 1. svohljóðandi: [...] og að 1. landamerkjaskrá 24/2
1882 svohljóðandi
Fyrir hönd eiganda Skarða mætti veitingamaður Sveinn Víkingur á Húsavík og lagði hann fram
umboðsskjal dags í dag frá umboðsmanni sameiganda jarðarinnar Jóni A. Árnasyni, sem einnig var
sjálfur til staðar. Einkennist skjal þetta tölul. 2 svohljóðandi: [...]
Þegar hjer var komið var gengið á merkin. Eptir að domsmenn höfðu kynnt sjer landshætti kom
þeim og hlutaðeigandi málspörtum saman um, að fresta endanlegum dómi í málinu til 10. sept.
næstkomandi til að utvega frekari upplýsingar.
Þingi slitið.
BSveinsson, H. Hjálmarsson, ÞÞórarinsson, ÞGuðjohnsen, B Sigurðsson
Sv. Víkingur, Sigurpáll Árnason
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ár 1886, Laugardaginn hinn 11. dag Septembermán. var merkjadómurinn í landþrætumálinu milli
Skóga og Skarða í Reykjahverfi aftur settur að Skógum, samkvæmt því, sem ákveðið var 29. Júnímán.
sem leið, og skipuðu dóminn allir hinir sömu dómendur, og þá.
Mættur var sóknaraðili Sigurpáll bóndi Árnason í Skógum, sem skýrði frá, að hann að árangurslausu
hefði reynt til að útvega sér áreiðargerð og lögfestu, sem hann hafi eftir sögusögn föður síns Árna
Sigurðssonar, átt von á, að til væri í embættisbókum Þingeyjarsýslu frá tíma Björns sál. sýslumanns
Tómassonar, og sér hafi verið skýrt frá, að dómsmálabókin frá seinni hluta embættistíðar hans, væri
eigi finnanleg í skjalasafni því, sem sent hefir verið til landshöfðingja; aðeins hafi hann fengið endurrit
úr jarðabók Árna Magnússonar, sem hann framlagði undir tölul. 3. og sýnir þessi útdráttur að Dýakot
hafi verið sérstök forn eyðijörð, sem seinna hafi verið sameinuð við Skóga. Þá framlagði hann 5
vitnisburðarskjöl, er öll lúta að því, að hinn umþrætti landskiki hafi verið notaður og yrktur frá Skógum.
Voru skjöl þessi einkend tölul. 4-8 insl. og eru svohljóðandi . . . Lagði hann svo vaxið mál í dóm, og Fyrir
hönd eigenda Skarða mætti krafðist að landamerkin yrðu ákveðin samkvæmt landamerkjaskrá sinni
framl. undir að 1. og að sér yrði tildæmur málskostnaður.
Fyrir hönd eigenda Skarða mætti einn af sameigendunum Jón Ágúst Árnason á Skörðum
Mýlaugsstöðum og lagði hann fram staðfesta afskrift af afsalsbréfi eða kaupbréfi fyrir 30hndr
úr Skörðum
dags. 5. maí 1652. Framleggst skjal þetta tölul. 9 svohljóðandi . . . Krefst hann samkvæmt því, að
landamerkin milli Skarða og Skóga verði ákveðin þannig, að Skógaá ráði merkjum allt að upptökum
hennar, og svo bein lína þaðan í sæluhús á Reykjaheiði. Einnig lagði hann fram vitnisburðarskjal
viðvíkjandi þessum landamerkjum og mörkum í þrætulandinu
dags. 4. þ.m. og einkennist það tölul. 10.
svohljóðandi. Hann lagði einnig málið í dóm, að því viðbættu að hann einnig krefðist að mótparturinn
yrði dæmdur til að greiði allan málskostnað.
Var málið þannig lagað tekið undir dóm og að stundu liðinni kveðinn upp í því svolátandi
Dómur:
Í landaþrætumáli því, sem hér ræðir um, heldur sóknaraðili, Sigurpáll bóndi Árnason, eigandi og
ábúandi jarðarinnar Skóga því fram, að landamerkin millum jarðar þessarar og Skarða að vestan og
utan sé samkvæmt landamerkjaskrá þeirri, er hann hefir framlagt í dóminum, þannig: að Skógaá, sem
rennur á milli bæanna niður í svonnefnda Mýrarkvísl ráði merkjum allt upp að krók þeim, sem er á
rennsli árinnar frá suðri, þar sem einkennilegur hóll stendur í árbugnum. Frá bugnum segir hann að
ráði gamalt garðlag, sem enn er sýnilegt og gengur í sömu stefnu og áin meðan hún stefnir beint til
austurs í svonefnt sæluhús á Reykjaheiði. Varnaraðilar, eigendur jarðarinnar Skarða fara aftur á móti
því fram, að nefnd Skógaá ráði merkjum allt að upptökum sínum, sem eru fyrir ofan og sunnan Skógabæ
og byggja það á gömlum afsalsbréfi fyrir Skörðum dags. 5. maí 1652, er séra Bjarni Jónsson seldi
biskupinum herra Þorláki Skúlasyni 30hndr
í jörðunni Skörðum í Reykjahverfi, en þar segir svo,: „en fyrir
sunnan Skörð segir hann að ráði landamerkjum Skógaá, sem fellur milli Skóga og Skarða, fylgir jörðu
þessari Skörðum allt samfelt land Grísatungu og allt
austan að sæluhúsinu.“
Þó að nú orðin í afsalsbréfinu, að Skógaá, sem fellur millum Skóga og Skarða ráði merkjum, séru svo
víðtæk, að þau í sjálfu sér geti skilizt um ána allt að upptökum hennar, þá getum vér meiri hluti
dómsmanna samt ekki fallizt á að þessi skilningur geti samrýmst við það, sem landshættirnir og eðlileg
merkjasetning virðist svo augljóslega að benda á, enda er hann ekki hinn eðlilegasti, þegar einnig er
haft tillit til hinna annara orða í afsalsbréfinu: „allt samfast land, Grísatungur og allt austur að
sæluhúsum á móts við Fjallamann“, því eins og Grísatungur og sæluhús virðast vera valin til að tákna
landamerki Skarðalands að sunnan til fjalls jafnhliða Skógaá að neðanverðu, þannig fellur
landamerkjalína sú, sem sakaraðili heldur fram, og sem verður eðlileg og bein landamerkjalína, rétt
sunnan við Grísatungur, sem því allar lenda Skarðamegin, hvará móti sú lína, sem dregin væri eftir kröfu
eigenda Skarða úr upptökum Skógaár og uppí sæluhús, lenti svo langt fyrir sunnan Grísatungur, að
óeðlilegt yrði að miða suðurmörk Skarðalands við þær, í staðinn fyrir að landið fyrir sunnan þær Grísatungur
niður að upptökum árinnar Skógaár, sem yrði landsgeiri svo breiður, að neðan, að hann skæri sundur
heimaland Skóga frá landi því sem til heiðar, sem að öðru leyti er viðurkennt að jörðunni tilheyri. Vér
fáum og eigi séð, að garðlag það, sem hið forna, sem áður er getið, að gangi úr árbugnum í stefnu
austur að sæluhúsinu geti haft aðra þýðingu en þá, að sýna, að merkin skyldu
víkja frá ánni, er hin beina
stefna hennar þraut, í þá átt Grísatungur og Sæluhús, sem afsalsbréfið bendir til, og á það þetta verðum
vér að leggja því meiri áherzlu sem á að gizka jafnhliða landamerkjagarður er enn sýnilegur frá
Mýrarkvísl og upp til fjalls millum Skóga og Skarða eyðibýlisins Dýakots, sem seinna hefir sameinast
Skógum, og aftur millum Dýakots og Heiðarbótar, svo auðsætt virðist að garðsetning í sömu stefnu til
fjalls hefir verið viðhöfð á nærliggjandi jörðum til að afmarka bein og regluleg landamerki millum
jarðanna.
Þegar nú ennfremur er haft tillit til þess, að hið eigendur Skarða ekki hafa vefengt hin framlögðu
vottorð um notkun þrætulandsins frá Skóga hálfu þó þeir einnig segist hafa notað það óátalið, hljótum
vér að komast til þerrar niðurstöðu, að landamerkjalína sú, sem sakaraðili heldur fram sé rétt. Eftir
atvikum virðist málskostnaður eiga að greiðast að jöfnu af báðum málspörtum.
Því dæmist rétt að vera:
Landamerki milli Skarða og Skóga er Skógaá meðan hún rennur beint frá ósi hennar í Mýrarkvísl og í
garð þann, sem liggur yfir þvera Litlumýri þar sem Skógaá beygist til suðurs, og svo bein stefna úr
garðinum í sæluhús austur móts við Skarðaland. Málskostnaður þar á meðal dagpeningar
merkjadómsmanna kr. 39,00 greiðist af hálfu af sakaraðila og að hálfu af varnaraðila. Dóminum að
fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu dóms hans undir aðför að lögum.
Dómurinn var í réttinum upplesinn.
Réttinum sagt upp.
BSveinsson, Þ. Guðjohnsen, ÞÞórarinsson
Með agreiningsatkvæði
HHjálmarsson, B Sigurðsson
Við undirskrifaðir getum ekki verið okkar heiðruðu meðdómendum samhljóða í máli þessu, þar eð
við álítum, að hið umrædda þrætustykki eigi að fylgja jörðunni Skörðum, primo sökum þess, að í
afsalsbréfinu fyrir Skörðum er skýlaust tekið fram, að Skógaá ráði landamerkjum milli Skarða og Skóga,
secundo er garður sá, sem hinn heiðraði meiri hluti byggir á, mjög ómerkilegur í sjálfu sér, og ennfremur
hafa engin vottorð, hvorki skrifleg eða munnleg komið fram, sem í minnsta máta einkenni hann, sem
landamerkjagarð, að því undanskyldu, er sækjandinn sjálfur segir um hann og 3o
hallar landa
merkjum
Skógalands að sunnan suður á við áþekkt því, sem þau gera að norðan, ef Skógaá ræður að upptökum.
H Hjálmarsson
B Sigurðsson