Landamerki Grímsness á Látraströnd.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Grímsness á Látraströnd. 
Að sunnan móts við Sker ræður Refsá, er rennur eftir djúpu gili af fjallsbrún til fjöru. Að utan móts við 
Látur ræður lítil lækjarseyra, sem kemur sunnarlega ofan úr svokölluðum Eilífsárdal, skamt sunnan við 
Syðri-Eilífsá. Lækur þessi heitir Bolalækur og dregur hann nafn af hrygg þeim, er hann rennur ofan með 
að sunnan, yzt í svokallaðri Háubrekku. Lækjarseyra þessi rennur beint ofan, en hverfur fram í bjarginu. 
Þessa merkjalýsingu staðfestum við undirskrifaðir, sem eigendur og umráðamenn téðra jarða. 
Halldór Jóhannesson 
Jónas Jónsson 
Gísli Jónasson 
Sigurður Þórðarson 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 16. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.