Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Brodd

Nr. 39,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Brodd 
anesi í Fellshreppi í Strandasýslu 
1. Að austan og sunnanverðu ræður Broddá merkjum frá sjó til fjalls fram til að 
, Valdalæk 
fyrir framan Djúpavatn, síðan ræður lækur þessi þar til hann skiptist í tvent uppá brúninni 
fyrir framan Stórubungu, þaðan sjónhending í Agötuhól og frá Agötuhól beina sjónhending 
eptir vörðum sem settar eru þar sem vötnum hallar út í Stóruvörðu á Selbungu, þaðan 
sjónhending í upptök landamerkjalæks, síðan ræður lækur þessi merkjum ofan í 
hlíðarlöggina, en það ræður gamall lækjarfarvegur til sjóar austantil við svokallaða 
Landamerkjaeyri. Þess skal getið að Broddanes á allan hálfan reka frá ofanskrifuðum 
lækjarfarveg fram að læk, sem er að sunnanverðu við Landamerkjaeyri, rennur lækur þessi 
milli tveggja kletta, sem merktir eru með B að norðan en S að sunnan. 
2. Hólmar, eyjar og sker, sem jörðinni fylgja eru: Fannasker, þar útaf er Erlendsboði, þar útaf 
Æðarsker, þar útaf Innri Djúpflögur, ausur af Æðarskeri eru Rifgirðingar og Klakkar. 
Norðaustur af Rifgirðingum eru Dyrhólmi, þar norður af er Litla- og Stóra-Broddnesey, 
austur af henni er Þernuhólmi og Þernuhólmasker þar austur af er Hvalsker; norðaustur af 
Broddanesey eru svokallaðir Skottar, þar beint vestur af eru svokallaðar Djúpflögur. Auk 
ofangreindra hólma og skerja eru ýms fleiri sker, sem jörðinni tilheyra, en ekkert sjerstakt 
nafn hafa. 
Broddanesi, 10. júní 1890 
Sem eigandi og ábúandi Jón Magnússon 
Vegna Ennis L. Jónsson 
Vegna Broddadalsár B. Jónsson 
Sem eigandi að Kollafjarðarnesi og Þrúðardals G. Bárðarson 
Sem umráðamaður Stóra-Fjarðarhorns G. Bárðarson 
Sem ábúandi Bræðrabrekku Kristjana Jónsdóttir 
Vegna Hvítuhlíðar Ólöf Helgadóttir 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 24. júnímán. 1890 og rituð inn í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 39. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.E Sverrisson 
Kort