Uppskrift
Landamerkjaskrá Skálholtsvíkur í Hrútafirði
Landamerki Skálholtsvíkur er eins og Víkurá ræður framað Landamerkjalæk, sem kemur
ofan hjá Seltindi, þaðan sjónhendingu sunnantil í Langafell og þaðan sjónhending í
Fjárbungur og eptir þeim eins og vötnum hallar vestur á Sandfell og úr Sandfellskolli í vörðu
á Litlafelli og úr Litlafelli í vatn á hryggnum og þaðan eins og vötnum hallar í Eldborg, þaðan
í vörðu vestan til á Höfðarond, frá þeirri vörðu beint ofan á Þórhildarklif.
Jón Þórðarson, Ragúel Ólafsson Jón Bjarnason
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ, 19. júnimán. 1890 og rituð inní landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 38. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson