Landamerkjaskrá Litlu Hvalsár í Hrútafirði

Nr. 37,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá Litlu Hvalsár í Hrútafirði 
Milli Stóru Hvalsárlands ræður áin Hvalsá merkjum alla leið frá sjó. 
Milli Kollsárlands eru landamerki þessi: 
Við sjóinn 2 þúfur á grundinni fyrir neðan veginn, þaðan sjónhending í Landamerkjaholt 
(Einstæðingsholt), þaðan sjónhending í Þrívörður, úr Þrívörðum sjónhending í vörðu á 
Kollsárhæðum, þar sem Nóntindur sjest fyrst þegar komið er framan hæðirnar, úr þeirri vörðu 
sjónhending í Nóntind, úr Nóntind í Hvalsá, þar sem drífanda ber undan í hásuður. 
Þar sem við þarf verður hlaðnar landamerkjavörður. 
Bæ í Hrútafirði í maím. 1890. 
SESverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 19. júním 1890 og rituð inní landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 37. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Kort