Uppskrift
Landamerkjaskrá Kollsár við Hrútafjörð.
Að sunnan sem Fossá rennur úr vatni sínu ofan Fossárdal beint upp á Merkistapa, sem
þar stendur fyrir ofan, þaðan sjónhending í norður í svo kallaðann Drífanda, þaðan hið
beinasta norður að Hvalsá, þaðan sjónhending til austurs í Nóntindinn, þaðan sjónhending í
vörðu á Kollsárhæðum, þar sem Nóntindur sjest fyrst þegar komið er framan hæðinnar, þaðan
í Þrívörður, úr Þrívörðum í Landamerkjaholt (Einstæðingsholt), þaðan í 2 þúfur við sjóinn á
grundinni fyrir neðan almenningsgötuna. Þar sem við þarf verða hlaðnar landamerkjavörður.
Kollsá við Hrútafjörð 14. maí 1890
Jón Tómasson
Framangreind landamerki samþykkir hvað hvað Litlu-Hvalsá snertir S.E. Sverrisson
umboðsmaður Strandasýslujarða.
Sem eigari Hrafnadals samþykkir Jens Jónsson.
Sem umráðamaður Prestsbakka Páll Ólafsson.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 19. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 36. Vitnar
S.E Sverrisson.
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson