Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hrafnadal við Hrútafjörð

Nr. 35,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hrafnadal við Hrútafjörð 
Að neðanverðu frá Landamerkjalæk ræður Bakka á merkjum í Bakkaárvatn vestan til, þaðan í 
Snjófannaás eptir há-Snjófannaásnum í vörðubrot norðantil á honum, sjónhending úr 
vörðunni í landsuðurshornið á Stóra-Fiskivatninu og ráða vötnin og Fiskivatnskvísl merkjum 
til Hvalsár, Hvalsá ræður að Helgukvísl úr Helgukvísl í Helguhól og sjónhending úr honum í 
Merkistapavörðu, þaðan sjónhending í Stein í Fossárvatni, úr steinunum sjónhending í 
Kaprúnsdal, þar sem jarðfoldin 
nú eru, í lækinn utarlega í dalnum og ræður sá lækur í Bakkaá. 
Hrafnadal, 19. júní 1890. 
Fyrir hönd eiganda Hrafnadals Jón Aðalsteinn Jónasson ábúandi. 
Með þeirri athugasemd að Prestsbakkakirkja á selstöðu í Hrafnadalslandi samþykkir Páll 
Ólafsson prestur að Prestsbakka. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 19. júnímán. 1890 og rituð inní landmerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 35. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort