Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Prestsbakka í Bæjarhreppi í Strandasýslu. –
Að utanverðu ræður Fossá og Fossárvatn.
Að ofanverðu milli Hrafnadals og Prestbakka ræður sjónhending úr Steini þeim í Fossárvatni,
er álitill er hornmark milli Hrafnadals, Prestbakka og Kollár, suður yfir holtin og í
Landamerkjalæk svonefndan, þar sem hann sker sig niður gegnum sljetta breið lítið eitt ofar
en eingjastykkið Spotti í Prestbakkalandi, skagar lengst vestur (uppeptir), og ræður
Landamerkjalækur síðan merkjum ofaní Bakkaá, en Bakkaá til sjávar.
Prestsb
kirkja á þessi tvö ítök:
Allan reka milli Fossár og Kollár og Selstöðu í Geldingafelli í Hrafnadalslandeign.
Prestsbakka 30. maí 1890
Páll Ólafsson
Sem eigari Hrafnadals samþykkir Jens Jónsson.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ, 19. júním. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 34. Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson