Uppskrift
Landamerkjaskrá Bæjar í Hrútafirði
Landamerki eru þessi: Úr kletti þeim, sem er við sjóinn milli Bæjar og Ljótunnarstaða og sem
nefndur er Merkisstapi, ræður bein stefna í vörðu á há Nónfjallinu, úr þeirri vörðu í nyrðsta
Náttmálahólinn á Sviðunni, þaðan í Sviðuvatn, úr Sviðuvatni eptir lækjarskurði, sem rennur
úr því í Svartagil, eptir Svartagili ofan að Bakkaá, eptir Bakkaá í Bakkaárvatn, úr
Bakkaárvatni ræður bein stefna í Þrívörður, úr Þrívörðum í Draughóla, úr Draugholum í
Klaufdalsþúfuna úr Klaufdalsþúfunni í Eldborg, á móts við upptök Landamerkjalæksins,
þaðan í Seltind úr Seltind ofaneptir Tjarnardalshæðinni í sunnanverða Miðdegisborgina,
þaðan í Náttmálabunguna ofaneptir há-Öxlinni og ofan Hrygginn í Sauðaskjólaklett.
Bæ, 31. desember 1889.
S.E. Sverrisson, eigandi og ábúandi Bæjar.
Ofangreind landamerki samþykkjar
S.E Sverrisson, umboðsmaður Strandasýslujarða.
Samþykkir hvað snertir jörðina Hlaðhamar Guðmundur Bjarnason, eigandi og ábúandi
Laxárdals. Sigríður Pjetursdóttir, ábúandi Hlaðhamars.
Páll Ólafsson, prestur að Prestsbakka umráðandi Ljótunnarstaða.
Sigtryggur Finnsson, eigandi Sólheima.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ, 19. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 32. Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson
[á spássíu:] Jörðinni fylgja 2 varphólmar í Hrútafirði nefndir Bæjarey og Baldhólmi og við
sker fyrir landinu er dálítil vorkópaveiði.