Uppskrift
Landamerkjaskrá Hlaðhamars í Hrútafirði
Landamerki eru þessi:
Laxá uppað svonefndum Rana (Ranakletti) þaðan sjónhending í Grænuþúfu á Hólunum, úr
henni í svonefndan Grástein, sem er í Leirgróf þaðan í Landamerkjalæk, eptir honum í
Eldborg, þaðan í Seltind úr Seltind ofaneptir Tjarnardalshæðinni í sunnanverða
Miðdegisborgina, þaðan í Náttmála bunguna svo ofaneptir há Öxlinni og ofan Hrygginn í
Sauðaskjólaklett.
Bæ við Hrútafjörð 31. desember 1889
S.E.Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða
Framangreind landamerki samþykkja:
S.E. Sverrisson, eigandi og ábúandi Bæjar.
Guðmundur Bjarnason, eigandi og ábúandi Laxárdals.
Finnur Jónsson, eigandi og ábúandi Kjörseyrar.
Sigrún Pjetursdóttir, ábúandi Hlaðhamars.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ, 19. Júnímán. og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 31. Vitnar
S.E. Sverrisson