Uppskrift
Landamerkjaskrá Borðeyrar við Hrútafjörð
Úr Stúfeyrarhöfða í ávalan klett á brúninni, sem nefndur er „Bolli,“ en brúnin nefnd
Neðriborg; þaðan í storan stein utanhalt á Stóruborg; þaðan utanvert við klett á Krókaásnum
framarlega og liggur sá ás vestanvert við alla Krókana; þaðan í hól þann norðanvert, sem
gengur út í Mið Fýlyngjavatnið þaðan í þúfu á hól, sem stendur við tjörn vestan
Fýlyngavatnaásinn, þaðan í klett framarlega á nefndum ás uppundan yzta Fýlyngavatni,
þaðan í Holmavatn frá Hólmavatni eptir Heilæk til Heyvatns og frá Heyvatni eptir
Hrómundará til sjávar.
Hvalreki allur fyrir landi jarðarinnar er eign Gilsbakkakirkju í Mýrasýslu.
Bæ við Hrútafjörð 25. maí 1890.
S.E.Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða
Sem eigandi og ábúandi jarðarinnar Kjörseyrar samþykki jeg framanskráð landamerki
Finnur Jónsson
Sem eigandi jarðarinnar Valdasteinsstaða samþykki jeg framanskráð landamerki
Skúli Magnússon (handsalað)
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ, 19. júnímán. 19. júnímán. 1890 og rituð inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 29. Vitnar
S.E. Sverrisson