Uppskrift
Landamerkjaskrá Valdsteinsstaða við Hrútafjörð
Úr Stúfeyrarhöfða í ávalan klett á brúninni sem nefndur er „Bolli,“ en brúnin nefnd
Neðriborg. Þaðan í stóran stein utanhalt á Stóruborg, þaðan utanvert við klett á Krókaásnum
framarlega og liggur sá ás vestanvert við alla Krókana, þaðan í hól þann norðanvert sem
gengur út í Mið-Fylingjavatnið, þaðan í þúfu á hól, sem stendur við tjörn vestan
Fýlingjavatnsásinn, þaðan í norðurenda á miðju Syðra-Bleiksvatn, úr suðurendanum á
Bleiksvatni sjón hending fyrir sunnan Nónskarðahól í Efri Horpustein, þaðan í Kvígugilshól,
úr honum í vörðu á brúninni fyrir framan Kvígugil, þaðan beina sjónhending í vörðu, sem
stendur við sjóinn milli Markhöfða og Litlahöfða.
Staddur að Bæ, 23. maí 1890
Gísli Magnússon (handsalað) Eigandi Valdasteinsstaða.
Framangreind landamerki samþykkir hvað jörðina Borðeyri snertir S.E Sverrisson
umboðsmaður Strandasýslujarða.
Sem eigandi og ábúandi jarðarinnar Kjörseyrar. Samþykki jeg framanskráð landamerki
Finnur Jónsson.
Sem umráðamaður jarðarinnar Fjarðarhorns Páll Ólafsson.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 19. júnímán. 1890 og rituð inní landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 28. Vitnar
S.E Sverrisson.
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESv.