Landamerki Ásmundarstaða í Presthólahreppi.
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Landamerki Ásmundarstaða í Presthólahreppi. Að austan milli Ásmundarstaða og Raufarhafnar ræð úr Gegnislækjarósi í Glapavatnsþúfu og þaðan beint í læk er rennur úr Ólafsvatni í Selvatn. Að vestan milli Ásmundarstaða og Harðbaks. Úr Hringlónaós í svo kallaða Kellingareyri, þaðan á lítinn hól eða vörðubrot á Harðbakholtum, þaðan í klausturstein sunnan undir Harðbaks jarðbakka, þaðan í Greni í Brandastaðajarðbakka, þaðan í lækinn, sem rennur úr Ólafsvatni í Selvatn. Skinnalóni 20. Des 1883. Jón Sigurðsson (eigandi Ásmundarstaða) Samþykkir Geir Gunnarsson, C.G.P. Lund. Samþykkir vegna Harðbaks og Raufarhafnar St. Stephensen (umboðsm. Munkaþvkl.) Lesið á manntalsþingi að Presthólum 26. Júní 1884 og var henni eigi mótmælt frá neinna hálfu. B. Sveinsson. Borgun: Þingl. 0,75 Bókun 0,25 Kr. 1,00 ein króna Borgað. B. Sv.