Landamerkjaskrá fyrir Fögrubrekku

Nr. 27,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Fögrubrekku. 
Að framanverðu ræður Selá. 
Að vestanverðu svonefndir Farvegar. 
Að utanverðu sjónhending úr Farvegum í Landamerkjatjörn, þaðan eptir læk þeim, sem fellur 
í tjörnina og nefndur er Landamerkjalækur vestur undir Miðaptansflóa. Þaðan sjónhending frá 
því er lækurinn sker sig niður úr Flóanum vestur í Miðaptanshól, úr hólnum sjónhending í 
syðri enda Hólmavatns. Þaðan sjónhending í Selá. 
Prestbakka, 16. júní 1890. 
Páll Ólafsson. 
Samþykkur Jón Jónsson (eigandi Mela) 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 19. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 27. Vitnar 
SESverrisson 
Gjald: 
fyrir þinglestur kr. 75a 
fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESv. 
Kort